top of page

DANS
KEPPNIR

KEPPNISLIÐ STEPS DANCECENTER

KEPPNISPRUFUR VERÐA HALDNAR Í STEPS

15. SEPTEMBER

​

Skráðu Þig í Prufur fyrir Kepnnislið Steps Dancecenter

Undanfarin ár þá höfum við verið að keppa á Dance World Cup. Haldin er undankeppni á Íslandi sem veitir möguleika á keppnisrétt fyrir heimsmeistaramót í listdansi sem haldið er erlendis..

Við höfum keppt í DWC síðan 2019. Urðum heimsmeistarar í Jazz Senior large group 2021 og lentum í 3. sæti í Contemporary Junior large group 2021.


Langar þig að verða hluti af keppnisliði Steps Dancecenter? Við erum að leita að metnaðarfullum og ástríðufullum dönsurum til að taka þátt í prufum fyrir okkar sterka keppnislið. Prufurnar eru opnar fyrir alla nemendur 10 ára og eldri.


Hvernig skráir þú þig?
Smelltu á „Skráning í prufur“ hnappinn hér að neðan.
Fylltu út skráningareyðublaðið með öllum þínum upplýsingum.
Athugaðu dagsetningar og staðsetningu prufanna.
Við hlökkum til að sjá þig sýna þína hæfileika!

 

STEPS BIKARINN

Ertu tilbúin/n að taka þátt í spennandi innanhúsdanskeppni?

Steps Bikarinn er árleg danskeppni þar sem allir okkar nemendur fá tækifæri til að skína á sviði, sýna sitt besta og öðlast frekari reynslu á að koma fram.

Skráning og þátttaka:
Veldu þitt eigið lag og búning.
Búðu til dansrútínu sem endurspeglar þitt listform. Jazz, Lyrical, Commercial, Contemporary.

Keppt er í tveimur aldursflokkum 10-12 ára og 13 ára-16 ára.

Hægt er að keppa í sóló og 2-6 saman í hóp.

Veitt eru flott verðlaun fyrir 1.-3. sætið ásamt verðlaunapeningum. 

Besta atriði keppninnar hreppir Steps Bikarinn.

​

Æfingakeppni fyrir 6-9 ára

1-4 nemendur sýna atriði
Atriði skal vera frumsamið af nemendum

Allir þátttakendur fá viðurkenningaskjal.

Keppnisgjald per. keppenda er kr. 1.000 og skal greiðast við skráningu.


Smelltu á „Skrá mig í Steps Bikara“ hnappinn og fylltu út skráningareyðublaðið.
Við hlökkum til að sjá þig dansa og keppa um Steps Bikarinn.

 

Steps bikarmeistarar 2023
og kepptu þær með atriðið sitt á Dance World Cup 2024
bottom of page